59A6A4C8-A95E-4837-8D17-A07B2778AF79 2.J

SNÆFRÍÐUR SÓL GUNNARSDÓTTIR

Snæfríður Sól Gunnarsdóttir býr og starfar í Reykjavík.

Snæfríður er nýútskrifaður sviðshöfundur frá Listaháskóla Íslands. Auk þess er hún menntuð í dansi og myndlist, en henni finnst best að blanda saman sem flestum formum. Því samanstanda verk hennar oftar en ekki af textum, innsetningum, hljóðverkum og performönsum svo eitthvað sé nefnt. Snæfríður er mjög upptekin af mannlegri hegðun og samskiptum. Verk hennar byggjast flest hver á ást hennar á því að snúa útúr reglum og kerfum samfélagsins og setja þau í nýtt samhengi. Þannig býr hún til súrrealískan og draumkenndan hliðarheim. Raunveruleikinn er oftar en ekki skrítnari en nokkur skáldskapur. 

Snæfríður Sól Gunnarsdóttir lives and works in Reykjavík, Iceland. 

Snæfríður recently graduated from the Theatre and Performance Making department at the Iceland University of the Arts. Besides that, she is also educated in dance and fine arts and likes to melt all the disciplines together. She is obsessed with human behaviour and communication. Her work most often comes out of questioning things that we usually take for granted. She likes taking everyday things out of context to make some kind of a surrealistic and dreamlike side reality. Reality can often be so much weirder than fiction.