top of page
ATHYGLISBRESTUR Á LOKASTIGI
Athyglisbrestur á lokastigi er útvarpsþáttur sem fjallar um það sem við dýrkum og fyrirlítum mest: Menningu. Poppmenning er það sem gefur lífi okkar allra tilgang og við þurfum að ræða hana. Þátturinn er í stjórn þeirra Lóu Bjarkar Björnsdóttur og Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur (Salka). Salka og Lóa eru uppistandarar, útvarpskonur og vinkonur með bullandi athyglisbrest en tekst samt að vera með skoðanir á öllu í einu. Í hverjum þætti fjalla þær um helstu menningaraugnablik vikunnar og fá til liðs við sig góðan gest sem gæti reyndar endað á að þurfa að stjórna þættinum svo allt fari ekki út um þúfur.
https://open.spotify.com/show/2iN7XNPmdF3g6I477BhAuA
Teikning og hönnun á covermynd:
Snæfríður Sól Gunnarsdóttir
bottom of page