PEYSA MEÐ ÖLLU "SWEATER SAUCE"
Photo: Gunnlöð Jóna
Í verkefninu Peysa með öllu sem var hluti af HönnunarMars 2020, vinnur textílhönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir, eða Ýrúrarí, með óseljanlegar peysur úr fatasöfnun Rauða krossins á Íslandi. Peysurnar hafa flestar orðið fyrir hversdagslegum mannlegum óhöppum sem skilja eftir sig varanleg ummerki og hafa þ.a.l endað í fatasöfnuninni.
Í ferlinu að því að laga og umbreyta peysunum fer Ýr óhefðbundnar leiðir þar sem sósublettir fá nýtt útlit, götóttar peysur fá fleiri göt með nýjum gildum og hnökrar, lykkjuföll, slettur og flekkir heyra sögunni til í nýrri einstakri flík.
Við skoðun á útlitsgölluðu peysunum er erfitt að leiða hugann frá því hvaða athæfi veldur þessum áföstu blettum sem sjást gjarnan leka niður á framanverðum peysunum. Pulsuát er einn meginn skaðvaldur bletta sem festast í peysum og hefur sú athöfn orðið að útgangspunkti í hönnunarferli og þema verkefnisins.
Afrakstur verkefnisins stóð til sýnis í glugga Rauða Kross verslunarinnar við Hlemm en lifnaði við í forvarnartískussýningu, leikstýrðri af sviðslistakonunni Snæfríði Sól og flutt af góðum hópi pylsuneytenda.
////
Textile designer Ýr Jóhannsdóttir, or Ýrúrarí, worked in collaboration with the Red cross of Iceland with unsellable sweaters that come into their clothing collections. Most of the sweaters have undergone human everyday incidents that leave permanent traces on the fabric, which brings them to the Red cross clothing collection.
Ýr takes unusual approaches in the process of fixing and changing the sweaters were sauce stains get a new look and holes, lints, smudges, snags and spots become part of history in a remade unique sweater. When looking through the sweaters it leads the mind to the backstory of them and what encounters made those visible leaking stains. The act of uncarefully eating hot dogs is one of the main reasons for those stains which became the theme of the project Sweater sauce.
The project “Sweater sauce” was up for show in the Red Cross store window by Hlemmur as a part of DesignMarch 2020, and came alive on Saturday the 27th of June in a special prevention-fashionshow directed by Snæfríður Sól and performed by an amazing group of hotdog consumers.
Sweaters designed and made by Ýrúrarí
Performance directed by Snæfríður Sól
Performers: Annalísa Hermannsdóttir, Arnar Geir Gústafsson, Fannar Arnarsson, Hákon Örn Helgason, Jón Nordal, Kanema Erna Mashinkila, Magnús Thorlacius, Marta Hlín Þorsteinsdóttir, Þórey Birgisdóttir
Photos by Kévin Pagès