Brúðkaup Fígarós/The Marriage of Figaro - Kammeróperan í samstarfi við Borgarleikhúsið
Snæfríður tók þátt sem aðstoðarleikstjóri í uppfærslu Kammeróperunnar á Brúðkaupi Fígarós sem verður frumsýnd í Borgarleikhúsinu í byrjun febrúar.
Greifinn og greifynjan eru ungt og upprennandi athafnafólk sem hefur tekist hið ómögulega og byggt upp farsæla starfsemi í kringum vínrækt í Mosfellsbæ, en ekki er allt sem sýnist í þessari paradís. Þó að óperan sé í grunnin kómísk þá eru þar samt sterkir samfélagslegir þættir sem tala til okkar í dag og það er spennandi áskorun að yfirfæra þann hluta verksins yfir á nútímasamfélag. Í þessari útgáfu óperunnar láta starfsmenn vínræktuninnar óréttlæti og kynferðislega áreitni greifans ekki viðgangast og snúa á yfirmann sinn (með aðstoð greifynjunnar) til að sýna honum í tvo heimana.
Áhorfendur eru dregnir inn í heim óperunnar strax og þeir mæta í leikhúsið en áður en sýningin sjálf hefst býðst gestum að taka þátt í vínsmökkun sem greifinn stendur fyrir.
Verkið er styrkt af Sviðslistasjóði.
///
Snæfríður took part as the assistant director in Kammeróperan's production of The Marriage of Figaro, premiered in beginning of February in the City Theater of Reykjavík.

Comentarios